Óhugnanlegar ráðgátur um borð í lest

Næstkomandi fimmtudag, 18. febrúar, á sér stað rafrænn viðburður þar …
Næstkomandi fimmtudag, 18. febrúar, á sér stað rafrænn viðburður þar sem farið er í sýndarævintýri um borð í lest undir nafninu Mystery on the Orient Express. Skjáskot/Facebook

Hugurinn ber mann hálfa leið um heimana nýja og það getur verið kærkomið þegar maður hefur lítið haft tök á að ferðast.

Sýndarupplifanir hafa vaxið í vinsældum og svo virðist sem stofunni heima séu engin takmörk sett þegar kemur að ævintýrum tengdum tækninni. Ég rakst til dæmis á tvo mjög skemmtilega rafræna viðburði nú á dögunum. Báðir viðburðir eru ókeypis, þar sem hægt er að gera sér glaðan dag heima fyrir og brjóta upp hversdagsleikann.

Heimsferðir hafa skipulagt sýndarferðalag til Andalúsíu sem mun eiga sér stað fimmtudaginn 25. febrúar og þá geta áhugasamir eytt kvöldinu sínu með hugann á Spáni, þar sem fararstjóri mun fara yfir skemmtileg svæði og segja frá þeim.

Næstkomandi fimmtudag, 18. febrúar, á sér svo stað rafrænn viðburður þar sem farið er í sýndarævintýri um borð í lest undir nafninu Mystery on the Orient Express.

Þar gefst fólki tækifæri á að leysa spennandi og óhugnanlegar ráðgátur um borð í lestinni Orient Express þar sem það setur sig í hlutverk rannsóknarlögreglu í lestrarferð á milli Parísar og Bucharest.

Það er svo undir hverjum og einum komið að leysa málið, með hjálp ótal vísbendinga sem leynast í sýndarferðalaginu.

Frábær leið til þess að skella sér í spennandi lestaferð heima í stofu eða þá huggulega Spánarferð og jafnvel fá sína nánustu vini með sér í skemmtilega kvöldstund.

mbl.is