Hylltur fyrir það hvernig hann tók á máli Britney

Britney Spears (t.v.) fékk taugaáfall árið 2007 og Craig Ferguson …
Britney Spears (t.v.) fékk taugaáfall árið 2007 og Craig Ferguson (t.h.) neitaði að gera grín að henni. Ljósmynd/Samsett

Fyrrum þáttastjórnandi þáttanna „The Late Late Show“ hinn skoski Craig Ferguson, hefur verið hylltur fyrir það hvernig hann tók á málefnum Britney árið 2007. 

Það var árið 2007 sem Britney fékk taugaáfallið fræga, rakaði af sér hárið og réðst á paparazzi-ljósmyndara með regnhlíf.

Eftir að heimildarmyndin um Britney kom út hafa margir verið teknir fyrir og látnir heyra það fyrir framkomu þeirra við Brit.

Craig opnaði vanalega þættina sína með því að gera grín að hinum og þessum úr heimi frægra, en ekki í þetta skiptið.

Í þetta skiptið stóð hann á sviðinu í þættinum sínum árið 2007 og sagði: „Hingað og ekki lengra. Þessi kona á tvö börn og er einungis 25 ára gömul. Hún er sjálf barn. Grín ætti ekki að snúast um að „ráðast“ að fólki sem væri greinilega á botninum.  Það er ekki það sem grín snýst um.“

Nú hefur þessi klippa farið víða á samfélagsmiðlum og Craig verið hylltur fyrir að synda á móti straumnum og neita að gera það sem var ætlast til af honum.

Craig segir að á þessum tímapunkti hafi honum fundist það óþægilegt að ætla að taka fyrir manneskju sem ætti augljóslega í miklum andlegum veikindum. mbl.is