Hlaut opið beinbrot og taugaskemmdir eftir slys

Leikkonan Ashley Judd lenti í hræðilegu slysi í Kongo.
Leikkonan Ashley Judd lenti í hræðilegu slysi í Kongo. AFP
Leikkonan Ashley Judd liggur á spítala í Kongo eftir hræðilegt slys sem átti sér stað djúpt inni í regnskóginum.
Hrasaði Ashley þar um risastóran trjádrumb og lá kylliflöt með hrikaleg opin beinbrot. Hlaut hún fjögur opin brot ásamt því að fá taugaskemmdir. 

Ashley var stödd ásamt teymi innfæddra að rannsaka bonobo-apa, og bjuggu þeir um fót hennar og báru hana berfættir i gegnum skóginn í einn og hálfan klukkutíma.  
Þá tók ekki betra við, en mótorhjól hjólaði með hana í 6 klukkutíma í átt að næsta bæ þar sem hún var yfir nóttina.
Strax næsta dag var flogið með hana til höfuðborgarinnar Kinshasa, þar sem hún beið svo í sólarhring eftir flugi á spítalann.
Tók ferðalagið 55 klukkutíma og þurfti Ashley að þrýsta á fótlegginn allan tímann og hafa sig alla við að halda meðvitund.

Fram undan er mikil endurhæfing hjá Ashley en hún hefur fulla trú á að geta gengið á ný.
Frétt frá Toofab.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist