Skreytti garð Hvíta hússins í tilefni af Valentínusardeginum

Skjáskot/Facebook hjá dr. Jill Biden forsetafrú

Dr. Jill Biden, nýkrýnd forsetafrú Bandaríkjanna, kom fólki skemmtilega á óvart í gær þegar hún skreytti garð Hvíta hússins í tilefni af valentínusardeginum.

Hún hafði búið til fjöldan allan af misstórum og mislitum hjörtum sem bjuggu yfir kraftmiklum og mikilvægum skilaboðum um það sem skiptir þau hjónin máli. Orð á borð við heilun, góðmennska, samkennd, hugrekki og að sjálfsögðu ást voru skrifuð með stórum stöfum yfir hjörtum sem var dreift um garðinn og kom þetta öðrum skemmtilega á óvart.

Skjáskot/Facebook hjá dr. Jill Biden forsetafrú

Segja má að þetta séu skilaboð forsetafrúarinnar til þjóðarinnar um að saman séu þau sterkari og aðspurð segja hjónin að þau voni að þessi litlu krúttlegu skilaboð hafi náð að veita einhverjum gleði.

Þau segja enn fremur að vonin sé alltaf með okkur og hrósa fólki fyrir þrautseigju og kraft. Skapandi og skemmtileg forsetafrú hér á ferð!

Frétt frá: Upworthy.

mbl.is