Rændi rúmlega milljón dollurum af Hart

Kevin Hart.
Kevin Hart. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Kevin Hart var ekki búinn að taka eftir því að rúma milljón dollara vantaði á reikninginn hans.

Dylan Syer, sem starfaði sem innkaupasérfræðingur, eða „personal shopper“ fyrir Kevin, var á tveimur árum búinn að stela af honum meira en milljón dollurum, með því að kaupa alls konar drasl fyrir sjálfan sig. Við erum að tala um dýra skartgripi, úr, listaverk og alls kyns merkjavörur.

Saksóknari í málinu segir að Dylan hafi byggt upp persónulegt traust á milli hans og Kevins, þegar hann var ráðinn til starfa árið 2015. Smátt og smátt hafi hann hins vegar farið að kippa hundrað dollurum hér og þar að sér, og sett inn á sinn bankareikning. En hann var ekkert að safna inn á banka í sjóð, heldur eyddi hann svo peningunum í sjálfan sig. Hann keypti sér víst fimm Patek Phillippe-úr, sem eru metin á meira en 400.000 dollara hvert, málverk eftir Sam Friedman, Louis Vuitton-töskur og ég veit ekki hvað og hvað.

Enn er verið að reyna að finna í hvað Dylan eyddi meira, en það getur tekið smá tíma. Lögfræðiteymi Kevins vinnur að því hörðum höndum að komast yfir það sem hann keypti sér, svo hægt sé að skila því og fá endurgreitt.

Þá spyr ég, er hægt að skila tveggja ára gamalli Louis Vuitton-tösku bara sisvona?

Kevin hlýtur að synda í seðlunum fyrst hann tók ekki eftir því að það vantaði meira en milljón í bankann hjá honum.

Frétt frá TMZ. 

 

mbl.is