Lét fylgjanda sinn heyra það á Instagram

Ein af myndunum sem Bella birti á dögunum.
Ein af myndunum sem Bella birti á dögunum. Skjáskot/Instagram

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Ofurfyrirsætan Bella Hadid lét fylgjanda sinn heyra það á Instagram á dögunum.

Skvís birti þar fallega mynd af sér í bikiní og halaði myndin inn hátt í tvær milljónir læka og tugi þúsunda af kommentum undir. Eitt kommentið fór þó ekki fram hjá Bellu, en í því kommenti fannst fylgjanda hennar nauðsynlegt að láta hana vita að hún væri svoooo þreytuleg.

Bella gella var fljót að svara fyrir sig því hún skrifaði: „Enda var ég þreytt.  Ég biðst afsökunar á því ef baugarnir mínir hafa móðgað þig.

Þessi tiltekni fylgjandi hefur eflaust ekki búist við því að Bella tæki eftir þessu kommenti og hálföskraði til baka; omg did my best girl just reply to me! Your eyebags are a work of art.“ Eða baugarnir þínir eru eins og listaverk.

Ætli Picasso hafi komið fyrst upp í hugann?

Frétt frá E!

View this post on Instagram

A post shared by Bella 🦋 (@bellahadid)mbl.is