Í síðustu viku var það tónlistardrottningin Bríet sem sat staðföst í fyrsta sæti Tónlistans, fimmtándu vikuna í röð, með lagið Rólegur kúreki. Jón Jónsson og GDRN fylgdu fast á eftir með gullfallegan dúett, Ef ástin er hrein.
Tónlistinn, 40 vinsælustu lög landsins, er unninn upp úr gögnum frá Félagi hljómplötuframleiðenda og er eini opinberi vinsældalisti landsins. DJ Dóra Júlía kynnir listann á sunnudögum á K100 á milli 16:00 og 18:00. Meðal gagna sem notuð eru við vinnslu listans eru spilanir á Spotify.
Í þessari viku komu nokkur glæný og fersk lög á listann og þar var íslenskt tónlistarfólk áberandi.
Í 28. sæti listanns situr ofurpötusnúðurinn Tiesto með glænýtt lag á lista. Lagið heitir einfaldlega The Business og er nú þegar orðið smellur með tæplega 154 milljónir spilanir á Spotify.
Í 21. sæti eru þær Ragga Gísla og Steinunn Þorvaldsdóttir með glænýtt lag. Lagið Þorragleðigleðigleðigaman er að finna á plötunni Þorralögin sem þær stöllur unnu saman að og er nýlega lent á Spotify.
Í 19. sæti situr Bubbi Morthens með það nýjasta frá sér, lagið Á horni hamingjunnar.
Í 10. sæti er Auður – Fljúgðu burt dúfa
Í 9. sæti er The weeknd með lag ársins 2020 – Blinding Lights
Í 8. sæti situr Bríet með eitt af sínum stærstu lögum – Esjan
Í 7. sæti er hinn ungi Kid LAROI – Without You
Í 6. sæti er Ed Sheeran – Afterglow
Í 5. sæti er hin 17 ára gamla Olivia Rodrigo – Drivers License
Í 4. sæti situr rapparinn Birnir ásamt Páli Óskari – Spurningar
Í 3. sæti er The Weeknd – Save Your Tears
Í 2. sæti er Bríet sem féll niður um eitt sæti eftir fimmtán vikur á toppnum – Rólegur kúreki
Í 1. sæti eru þau Jón Jónsson og GDRN – Ef ástin er hrein