Myndband af Kanye öskra á Chance lak á netið

Ljósmynd/Wikipedia.org

Stjörnufréttir Evu Ruzu

Myndbandi hefur verið lekið á netið af rapparanum Kanye West öskra á rapparann Chance the rapper í stúdíói. Myndbandið er samkvæmt fréttum hluti af heimildarmynd sem Kanye er að vinna að, og mun myndin snúast um gerð nýjustu plötunnar hans, „Donda“.

Bara það eitt segir mér að mögulega hafi hann lekið myndbandinu sjálfur til að búa til smá „hype“ í kringum plötuna. Ég þekki mitt Holly-fólk get ég sagt ykkur.

„Donda“ í höfuð móður Kanye

Vinur Kanye, Dame Dash, sagði að Chance hafi mætt á staðinn til að athuga hvort Kanye væri í lagi og hress. Chance hafði þá frétt af veikindum Kanye og haft áhyggjur af vini sínum. Í kjölfarið lenti þeim eitthvað saman og í myndbandinu sést Kanye öskra: „Sit your ass down and listen to the album or leave.“

Heimildarmyndin er augljóslega tekin upp þegar Kanye var staddur á búgarði sínum í Wyoming í fyrra og fregnir bárust af því að hann væri illa haldinn andlega. Því verður fróðlegt að sjá þessa heimildarmynd og heyra nýju plötuna hans, því hann semur og býr til tónlist eins og flestir listamenn gera, út frá tilfinningum.

Nafnið á plötunni, „Donda“, er í höfuðið á mömmu hans, Dondu West, sem lést árið 2007 í miðri lýtaaðgerð. Andlát hennar hafði gríðarleg áhrif á Kanye og andlega heilsu hans, og hefur hann lagt mikið upp úr því að halda minningu mömmu sinnar hátt á lofti.

Frétt frá The Source.mbl.is