Fékk „penthouse“-íbúð að gjöf frá viðskiptavinunum

Ljósmynd/Samsett

Ræstingarkona fékk penthouse-íbúð að gjöf frá þakklátum viðskiptavinum.

Kona að nafni Rosa hefur unnið við ræstingar í sömu byggingu í New York-borg í yfir 20 ár. Sökum alheimsfaraldsins var hún látin hætta störfum og fluttist þá til systur sinnar.

Rosa mætti þrátt fyrir það í vinnuna daglega skælbrosandi og tilbúin að hjálpa öllum sem þurftu á að halda. Íbúum byggingarinnar þykir ótrúlega vænt um Rosu og tóku þau sig því saman og borguðu tveggja ára leigu á penthouse-íbúð hússins, í gjöf fyrir Rosu til þess að búa í.

Rúmlega þriggja mínútna myndband af því þegar Rosu er afhent íbúðin hefur farið sem eldur í sinu um netið og er alveg ótrúlega fallegt.

Í fyrstu heldur Rosa að þetta sé einfaldlega íbúð fyrir nýja eigendur sem hún muni þrífa. Á myndbandinu segir hún meðal annars: „Ég vona að eigendurnir elski að elda því þetta eldhús er algjörlega fullkomið!“ Eftir að hún hefur skoðað alla íbúðina fær hún fréttir um það að íbúðin sé hennar.

Manneskjan sem færir henni fréttirnar segir að allir í byggingunni elski hana og séu miklir aðdáendur hennar. Þau viti að undanfarið ár hafi verið einstaklega erfitt fyrir hana og fjölskyldu hennar en hún hafi samt alltaf haft svo jákvæð og góð áhrif á alla í byggingunni.

Þessi íbúð væri þeirra leið til þess að gefa aðeins til baka. Rosa var djúpt snortin og átti í byrjun erfitt með að trúa þessu. Nú er hún flutt með fjölskyldu sína í þessa glæsilegu íbúð og vonandi fer vel um þau! Mikilvægt framtak fyrir þessa mögnuðu konu.

Frétt frá Upworthy.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist