Vill ekki leika í kynlífssenum með karlkyns leikstjóra

Keira Knightley.
Keira Knightley. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Óskarsverðlaunaleikkonan Keira Knightley hefur sett fótinn fast niður. Hún segir í viðtali við „Channel Connects“-hlaðvarpið að eftir að hafa átt tvö börn sé hún alls ekki í „comfort zone-i“ að leika í kynlífssenum, og hafi ekki lengur áhuga á að leika í þeim fyrir framan karlkyns leikstjóra.

Hún segir að tilfinningin sé óþægileg, og það sé ekkert verra en að vera öll olíuborin, hálfnakin að emja og stynja uppi í rúmi í herbergi með fullt af karlkynsáhorfendum.

Á hún þar við ef leikstjórinn og aðstoðarmenn hans eru karlkyns. Keira segist vel skilja að þessar senur þurfi að vera í sumum kvikmyndum, en hún hafi ekki áhuga á að leika í þeim lengur.

Keira segist hins vegar opin fyrir því að skoða nektarsenur ef verkefnin hafa einhverja ákveðna sögu að segja, eins og til dæmis tengdar meðgöngu. Reglan hennar mun samt framvegis verða sú, að það þurfi að vera kvenkynsleikstjóri sem myndi stýra þeim verkefnum.

Hún segist ekki sjá eftir neinu á ferli sínum og hún hafi aldrei gert neitt sem hún hafi ekki verið sátt við. Núna sé hugsun hennar einfaldlega breytt eftir að hún varð móðir.

U do U girl!

Frétt frá Deadline.

mbl.is