Sjaldgæfur steinn nauðalíkur Cookie Monster

Ljósmynd/Facebook/Mike Bowers

Náttúran er ófyrirsjáanleg, mögnuð og býr yfir ýmsum leyndardómum. Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með óvanalegum uppgötvunum í náttúrunni og hvað hlutirnir eru oft ekki eins og þeir sýnast í fyrstu.

Jarðfræðingur og vísindamaður frá Kaliforníu að nafni Bowers uppgötvaði heldur betur skemmtilegan eldfjallastein á dögunum þegar hann var í rannsóknarferð í Brasilíu. Steinninn virðist vera venjulegur þegar fyrst er litið á hann, brúnn á litinn og egglaga.

Ljósmynd/Facebook/Mike Bowers

Þegar steinninn er opnaður er hann fallega blár og kremlitaður og minnir furðumikið á karakterinn Cookie Monster úr þáttunum Sesame Street. Tvö augu og brosandi opinn munnur.

Steinninn hefur vakið mikil viðbrögð hjá fólki og virðast margir spenntir að festa kaup á þessum skemmtilega steini. Bowers segir þetta heldur betur óvanalegan fund og mjög sjaldgæft að finna eitthvað jafn afgerandi líkt öðru og þessi steinn er líkur kökuskrímslinu. Ótrúlega krúttlegt og skemmtilegt!

Frétt frá Goodnewsnetwork.

mbl.is