Beið í sex daga fyrir utan spítalann eftir eigandanum

Ljósmynd/Skjáskot/Instagram

Hundar hafa gjarnan verið sagðir besti vinur mannsins og geta svo sannarlega átt sterk og falleg vinasambönd við manninn.

Hundurinn Boncuk, búsettur í Tyrklandi, sýndi mikið trygglyndi gagnvart eiganda sínum Cemal Senturk nú á dögunum. Senturk, sem er eldri maður, var lagður inn á spítala í sex daga og allan tímann beið hundurinn yfirvegaður og þolinmóður eftir honum við inngang spítalans.

Öryggisverðir reyndu oft að skila hundinum heim en fjölskyldumeðlimirnir segja að honum hafi alltaf tekist að strjúka aftur og hlaupa yfir á spítalann. Starfsfólk spítalans gaf hundinum að éta og hugsaði um hann þar til að eigandinn losnaði loksins og mátti fara heim.

Endurfundirnir voru ótrúlega krúttlegir og var hundurinn Boncuk í skýjunum með að hafa loksins endurheimt sinn besta vin.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist