Skemmtilegra að skipuleggja kynlíf en að sleppa því

Kristín Þórs er verðandi kynlífsmarkþjálfi
Kristín Þórs er verðandi kynlífsmarkþjálfi

Kristín Þórsdóttir verðandi kynlífsmarkþjálfi mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar og ræddi þar við þau Kristínu Sif, Jón Axel og Ásgeir Pál um hvað það er mikilvægt fyrir fólk að gefa sér almennilegan tíma til þess að stunda kynlíf.

„Það er svo magnað, þegar maður er að tala um kynlíf við fólk, að það er svona sammerkt með öllum, það er enginn að gefa sér almennilegan tíma til þess að stunda kynlíf,“ segir Kristín sem segir mjög mikilvægt að styrkja nándina á milli fólks.

„Ef maður hugsar út í það að maður tekur sér tíma í dagbókinni sinni; að hitta vinina þarna, fara í ræktina, þarna er foreldrafundur. En ef maður myndi bara bæta þessu inn?“ segir Kristín og bætir við: „Sumir segja þá að það sé ekkert skemmtilegt að skipuleggja kynlíf og það eigi ekki að vera í dagskránni, en það er skemmtilegra að skipuleggja það en að gera það ekki. Því þetta er það fyrsta sem gleymist.“

Viðtalið við Kristínu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

mbl.is