Dæturnar skömmuðu hana fyrir of mikla símanotkun

Eva Mendez og Ryan Gosling hafa verið par frá því …
Eva Mendez og Ryan Gosling hafa verið par frá því árið 2011. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Ætli við séum ekki flest sek um að hanga alltof mikið í símanum, guð veit að ég er í þeirri deild. Leikkonan Eva Mendes var á sama báti og ég  það væri reyndar gaman að vera í bátsferð með henni í alvörunni ...

Jæja, hún var allavega þar með mér, allt þar til dóttir hennar húðskammaði hana fyrir það. Eva útskýrði fjarveru sína frá miðlinum Instagram í nýjasta póstinum sínum, þar sem hún segir að litlu dætur hennar tvær, Esmeralda, sex ára, og Amada, fjögurra ára, hafi báðar skammað hana fyrir símanotkunina.

Eva segist strax hafa fengið samviskubit og ákveðið að nú yrði breyting á. Hún segist hafa átt gott spjall við þær systur og áttað sig á því að þrátt fyrir að hún sé alltaf heima með þeim þýði það samt ekki að hún sé alltaf 100% með hugann þar.

Eva, sem er gift einum af mínum uppáhaldsleikurum í Holly, Ryan Gosling, gaf í skyn fyrir stuttu í viðtali að mögulega væri hún á leið aftur á hvíta tjaldið eftir að hafa tekið sér góða pásu eftir fæðingu dætranna.

Ætli við höfum ekki öll gott af því að stökkva af símabátnum og parkera honum eins og nafna mín Mendes.

Frétt frá People.

View this post on Instagram

A post shared by Eva Mendes (@evamendes)

mbl.is