Bráðfyndin viðbrögð katta við opnum munnum

Ljósmynd/Skjáskot

Nýjasta tískan á samfélagsmiðlum virðist vera að prófa að galopna munninn fyrir framan kettina sína og sjá viðbrögð þeirra.

Sagt er að kettir viti ekki hvernig þeir eigi að bregðast við þegar eigandi þeirra opnar skyndilega munninn fyrir framan þá og á þessu bráðfyndna og krúttlega myndbandi má sjá að flestir þeirra verða hálfhissa á þessu uppátæki.

Þeirra leið til þess að reyna að bregðast við á eðilegan máta er ýmist að skella loppunni upp í munn eiganda síns eða að troða höfðinu á bólakaf upp í þá. 

mbl.is