Sameinast í dansi undir stjórn skólastjórans

Ljósmynd/Skjáskot/Instagram

Maður að nafni Kenneth DeShone vinnur sem skólastjóri og kennari í skólanum St. David School.

DeShone hefur komið sér upp ansi góðri rútínu til þess að byrja daginn sinn þar sem hann kveikir á hressandi lagi og dansar. Hann dansar þó ekki einn heldur fær hann nemendur skólans í lið með sér á zoom, þar sem allir geta byrjað daginn rétt í sameiningu, dansandi í gegnum tölvuskjáinn, hver í sínu lagi.

Deshone og kærasta hans kenna saman við skólann og hafa þurft að laga sig að rafrænni kennslu undanfarin misseri, sökum Covid.

Þetta er frábær leið til þess að hrista hópinn saman og byrja daginn á jákvæðum og uppbyggilegum nótum og á sama tíma virða sóttvarnareglur.

Mæli með því að fleiri tileinki sér þetta, ég held að það væri frábær hugmynd að byrja fjarfundi og fleira með nokkrum góðum danstöktum!

mbl.is