Fjarlægðu yfir 4.000 kíló af plasti

Ljósmynd/Skjáskot/Instagram

Hópur af sjálfboðaliðum tók sig saman og hreinsaði 4.177 kg af plasti á þremur dögum fyrr í mánuðinum.

Óhagnaðardrifnu samtökin Keep the Tennesse River Beautiful, eða Höldum Tennessee-ánni fallegri, greindu frá þessu og ætla sér að halda þessu verkefni áfram.

Tennesse-áin rennur í gegnum sjö ríki í Bandaríkjunum og fólk víðsvegar að leggur hönd á plóg í þessu mikilvæga verkefni. Áin er mikið menguð og plastmengunin hefur haft mikil áhrif á hana, sem og íbúa í kring. Þetta er því afar mikilvægt framtak og margir sem standa saman í að vinna gegn menguninni.

Magnaðir hlutir gerast þegar fólk stendur saman og þannig verða stórtækar breytingar að raunveruleika. Virkilega vel gert hjá þessum kraftmikla hópi sjálfboðaliða og ég vona að þetta fólk geti haldið ótrautt áfram við þessa mikilvægu vinnu!

mbl.is