Viðurkennir hvers vegna hún sótti um sem Amy

Mayim Bialik er best þekkt sem erkinördið Amy Farrah Fowler …
Mayim Bialik er best þekkt sem erkinördið Amy Farrah Fowler í The Big Bang Theory en hún er sjálf með doktorsgráðu í taugavísindum.

Leikkonan og taugafræðingurinn Mayim Bialik greindi nýlega frá raunverulegri ástæðu þess að hún sótti um hlutverk Amy Farrah Fowler í þáttunum The Big Bang Theory.

Bialik er með doktorsgráðu í taugafræði og hefur bæði unnið við kennslu í því fagi sem og tekið að sér að kenna hebresku og á píanó. Ástæða þess að hún sótti um hlutverk Amy var að heilsutrygging hennar var að renna út.

Leikarahópurinn í The Big Bang Theory ásamt Hawking.
Leikarahópurinn í The Big Bang Theory ásamt Hawking. Ljósmynd/Twitter

„Ég bókstaflega hugsaði  ég meina ég var bæði með smábarn og annað nýfætt, ég var nýbúin að ljúka framhaldsnámi og tryggingin mín var að renna út. Þetta er sönn saga. Og ég hugsaði að ef ég gæti kannski fengið smá vinnu hér og þar gæti ég fengið trygginguna mína aftur. Ég reiknaði ekki með því að fá fast hlutverk í sjónvarpsþáttum,“ segir Bialik í sjónvarpsviðtali við The Social en Metro greindi frá.

„Á endanum fór ég í prufur fyrir sjónvarpsþátt sem kallaðist The Big Bang Theory, sem ég hafði aldrei séð, og það breytti lífi mínu og ég fékk trygginguna aftur,“ segir hún.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist