Uppbyggileg ímynd eldri borgara á götuskiltum

Ljósmynd: Skjáskot/Positive.News

Góðgerðarsamtökin Centre for Ageing Better, sem sérhæfa sig í vellíðan eldri borgara, settu á dögunum af stað hönnunarkeppni, þar sem þau báðu um götuskilti sem sýndi jákvæða og uppbyggilega ímynd af eldri borgunum.

Skiltin, sem greina frá því að eldri borgarar búi á ákveðnum svæðum o.s.frv., hafa vanalega sýnt afmarkaða sýn af steríótýpu eldra fólks, með bogið bak og staf. Samtökin vildu hrista aðeins upp í fyrirframákveðinni sýn á fólkið.

Sigurvegari keppninnar var maður að nafni John Miller, sem vinnur hjá hönnunarskrifstofunni SwaG Design í London. Hann breytti upprunalegri hönnun skiltisins í kraftmikla mynd af eldra fólki sem dansar yfir götuna og notar göngustafinn sem dansprik.

Hann sagði að dans væri eitt af því sem fólk á öllum aldri gæti elskað og dansinn stuðlaði að líkamlegri, andlegri og tilfinningalegri heilsu, ásamt því að vera félagsleg athöfn sem væri upplífgandi og hjálpaði fólki að tjá sig. Fjölbreyttar fyrirmyndir skiptu máli og mikilvægt væri að festast ekki í afmarkaðri sýn á ákveðna hópa.

Þrátt fyrir að nýja hönnunin verði ekki notuð sem götuskilti verður hún notuð í skýrslum, fréttum og í öðrum tilgangi til þess að standa fyrir fjölbreytta mynd eldri borgara á jákvæðan hátt.

Miller og teymi hans vinna nú að því að fullgera hönnunina ásamt því að setja fram fleiri fjölbreyttar táknmyndir sem draga upp mynd af margbreytileika fólks á eldri árum. Frábært framtak og áfram fjölbreyttar birtingarmyndir!

Frétt frá. Positive.news.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist