Segja Dale hafa haldið framhjá Clare

Parið þegar allt lék í lyndi.
Parið þegar allt lék í lyndi.

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Þvílíkar sjokkbylgjur hafa gengið yfir Bachelor heiminn síðustu daga, en eftir miklar getgátur fengum við það loksins staðfest að Bachelorette parið Clare og Dale væru hætt saman.

Dale sendi frá sér yfirlýsingu á Instagram sem var jú, fínasta yfirlýsing. Sagði að þetta væri sameiginlega ákvörðun og að þau væru þakkát fyrir umhyggjuna og stuðninginn. Hljómaði eins og Clare væri með í þessari romsu. Aldeilis ekki!

Ég var mikið búin að velta því fyrir mér af hverju grammið hjá Clare væri alveg á „silent“ og ekki heyrðist boffs í henni. Undir venjulegum kringumstæðum þá hefði Clare sent frá sér nákvæmlega sömu yfirlýsingu samtímis.

Í gær birtist hennar svo loksins og það var sjokk!

Segist Clare hafa frétt af því á sama tíma og við hin að sameiginleg yfirlýsing hefði verið gefin út af hálfu Dale og hún hafi þurft smá tíma til að melta þær fréttir.

En þetta er ekki búið. Sjóðandi heitar fréttir voru að berast þess efnis að Dale, hafi verið að halda framhjá Clare. E! fréttastofan sagði fyrst frá fréttinni, og hefur það frá heimildarmanni í innsta hring að umrædd hjákona hafi sagt við vini sína að hún sé að laumast um með Dale og Clare hefur víst sannanir fyrir þessum fréttum.

Ég veit ekki í hvorn fótinn ég á að stíga núna, ég meina það!

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist