New Radicals kom saman eftir 20 ár fyrir Biden

Ljósmynd/Skjáskot/Youtube

Hljómsveitin New Radicals ákvað að koma saman eftir að Biden var kjörinn forseti og spila fyrir hann lagið You get what you give við innsetningarathöfn hans. Lagið var eitt af þeim fjölmörgu lögum sem listamenn víðsvegar um Bandaríkin fluttu á svokallaðri „Parade Across America“.

Joe, Kamala, þetta er fyrir ykkur,“ segir Gregg Alexander, söngvari hljómsveitarinnar, í myndbandi sem birt var áður en lagið hófst.

Gregg heiðraði minningu sonar Bidens og tileinkaði honum lagið ásamt því að biðja fyrir því að Joe muni geta komið þjóðinni saman aftur.

Þess má geta að þrátt fyrir að tuttugu ár séu liðin síðan lagið kom út bar Gregg Alexander sama hatt á höfði og í myndbandinu sem gefið var út við lagið á sínum tíma.

Í myndbandinu sem birt var við innsetningarathöfnina má sjá fólk víðsvegar um Bandaríkin halda á skiltum með hvatningarorðum til þjóðarinnar.

Flestir ættu að kannast vel við lagið enda er það svokallað „one hit wonder“.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist