Fullt af nýju á Netflix og fleiri veitum

Nóg er um að velja á Netflix og öðrum veitum …
Nóg er um að velja á Netflix og öðrum veitum um helgina. Ljósmynd/Unsplash

Mikið af áhuga­verðu sjón­varps­efni er komið eða væntanlegt á Net­flix og aðrar streym­isveit­ur á næst­unni en bíó­sér­fræðing­ur­inn Björn Þórir Sig­urðsson eða Bíó-Bússi stiklaði á stóru um þetta í morg­unþætt­in­um Ísland vakn­ar á K100.

Kvik­mynd­ir og þætt­ir sem komu út 21. janúar:

Riverdale 5. sería – Netflix: 

Archie Andrews og vinir mæta aftur til leiks.

Kvik­mynd­ir og þætt­ir sem komu út 22. janúar:

The White Tiger – Netflix – Kvikmynd:

Metnaðarfullan bláfátækan ungan mann dreymir um að vera bílstjóri hjá ríku fólki. Hann fær vinnu hjá ungum hjónum og notar það og greind sína til að koma sér áfram. The White Tiger er byggð á metsölubók eftir Aravind Adiga.

Fate: The Winx Saga  Þáttaröð 1 – Netflix:

3 Caminos  Þáttaröð  Amazon Prime Video:

Þrjár ferðir, fimm aðilar á mismunandi aldri sem eru að ferðast Jakobsveginn. Það tekur á ýmsar hliðar sálarlífsins og kallar fram margt til að takast á við.

Kvik­mynd­ir og þætt­ir sem koma út 26. janúar:

Snowpiercer: Sería 2 – Netflix:

Lestin með eftirlifendum heldur áfram að bruna áfram og baráttan um borð er ekki búin.

Sean Bean, Jennifer Connelly.

Kvik­mynd­ir og þætt­ir sem koma út 27. janúar:

Penguin Bloom  Netflix – bíómynd:

Mynd byggð á raunverulegum atburðum og fjallar um unga móður, Sam Bloom, sem Naomi Watts leikur. Hún lendir í hræðilegu slysi þar sem hún er nær dauða en lífi og endar í hjólastól. Þegar börnin hennar bjarga litlum ósjálfbjarga fugli sem þau kalla Penguin fær Sam styrk í baráttu sinni til að takast á við sínar aðstæður. Rick Grimes úr Walking Dead leikur eiginmann Sam og framleiðendur Big little lies eru við stjórnvölinn.

Bonding: 2 – Gamanþættir – Netflix:

Skítblönk og í skömm reyna vinirnir Tiffany og Pete að vinna sig til baka inn í BDSM-heiminn í NY.

Resident Alien: Gamanþáttaröð  Syfy Channel:

Byggt á grafískum teiknimyndasögum. Resident Alien er morð-gaman-vísinindasaga um geimveruna Harry, sem nauðlendir rétt við afskekktann smábæ í Colarado á leið sinni til að eyða öllum jarðarbúum. Hann tekur sér dulargervi læknis bæjarins og fer að lifa og njóta einfalds sveitalífs en það flækist hressilega þegar hann þarf að fara að blanda geði við fólk og aðstoða við rannsókn á morði.

mbl.is