Það fór líklega ekki framhjá neinum í gær þegar Joe Biden tók við sem 46. forseti Bandaríkjanna eftir fjögurra ára valdatíð Donalds Trumps.
Ásamt honum tók Kamala Harris við sem varaforseti og er hún fyrsta konan, fyrsti Bandaríkjamaðurinn af afrískum uppruna og fyrsti Bandaríkjamaðurinn af asískum uppruna til að gegna því embætti.
Söngkonan Katy Perry söng við innsetningarathöfn Bidens og Harris í gær og tók hún lagið Firework. Á sama tíma var haldin stórkostleg flugeldasýning og má sjá bæði Biden og Harris njóta sýningarinnar.
Sjáðu stórkostlega sýningu Katy Perry hér fyrir neðan: