Loni Willison fyrrverandi fyrirsæta býr á götunni

Ljósmynd/Samsett/Skjáskot

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Fyrrverandi eiginkona Baywatch-stjörnunnar Jeremys Jacksons, sem lék hinn krúttlega Hobie Buchanan, býr á götunni í Los Angeles. Loni Willison, sem er 37 ára gömul, er fyrrverandi fitnessmódel og var gift Jeremy frá árnu 2012 til 2014.

Hún ásakaði Jeremy um að hafa reynt að kyrkja sig í bræðiskasti og í kjölfarið sótti hún um skilnað. Loni, sem var eftirsótt fyrirsæta á þeim tíma og gullfalleg, segist ekki hafa baðað sig í heilt ár vegna þess að þá séu minni líkur á að á hana verði ráðist, ef hún er sem skítugust það er að segja.

Elsku kellan hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir skilnaðinn, lendir á götunni eins og áður sagði, leiðist út í fíkniefni og drykkju og gengur nú um götur Hollywood með innkaupakerru í eftirdragi, einungis nokkrar tennur uppi í sér og borðar úr ruslagámum.

Frétt frá Daily Mail.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist