Þurfti að loka fyrir athugasemdir á Instagram vegna hatursskilaboða

Harry Styles og Olivia Wilde.
Harry Styles og Olivia Wilde. Samsett mynd

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Hin elskaða leikkona Olivia Wilde hefur fengið að finna fyrir því undanfarið á miðlinum Instagram. Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að Olivia skildi við barnsföður sinn Jason Sudeikis nýlega og hóf samband með Harry Styles.

Það hefur farið illa í marga aðdáendur hennar, ef aðdáendur skyldi kalla. Svo mikill hefur ágangur þeirra verið á Instgram að Olivia hefur þurft að loka fyrir kommentakerfið þar inni.

Um 20.000 manns höfðu þá skilið eftir skilaboð undir nýjustu myndinni sem hún póstaði, og var fólk sjóðandi blóðheitt yfir nýju ástinni og lét hana heyra það. Ég er nokkuð viss um að Oliviu hefur ekki liðið vel eftir lesturinn.

Ég held stundum að fólk haldi að hollywoodliðið sé ekki alvörumanneskjur með alvörutilfinningar. Mér er agalega illa við nettröllin. Ég vil allan daginn sjá hana með Jason á ný, en er nokkuð viss um það hefði engin áhrif á hana hvað mér finnst.

Frétt frá: Buzzfeednews.

mbl.is