Fór á fuglasýningu en endaði trúlofuð

Ljósmynd:Skjáskot/Instagram

Ástin er úti um allt og er algjörlega mögnuð. Netið elskar ástina og hafa margir deilt þar ástarmyndböndum sem og myndböndum af trúlofun.

Kona að nafni Erin Taylor trúlofaðist unnusta sínum á heldur betur óvanalegan hátt og náðist af því upptaka sem hefur slegið í gegn í vefheimum.

Erin og kærasti hennar voru á fuglasýningu þar sem fuglinn Euli, af tegundinni Red tailed black cockatoo, flaug til áhorfenda.

Konan sem stóð fyrir sýningunni spurði hver hefði áhuga á að hitta Euli og stóð Erin upp og veifaði, enda mikill fuglavinur. Konan bað hana að halda á fimm dollara seðli svo fuglinn vissi hvert hann ætti að fljúga. Fuglinn flaug þá til hennar, greip seðilinn og flaug til baka.

Konan sagði henni að hann ætlaði núna að fljúga með kvittun til hennar. Þegar fuglinn var kominn til Erin bað konan hana að lesa það sem stæði á miðanum. Á miðanum stóð einfaldlega „viltu giftast mér“ og í sömu andrá fór kærasti Erin niður á hnén og bað hennar. Hún sagði já og var þetta ótrúlega krúttleg stund hjá þessu ástfangna pari!

mbl.is