Bernie Sanders stal senunni á innsetningarathöfn Bidens

Bernie Sanders.
Bernie Sanders. AFP

Bernie Sanders hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum á síðustu árum, eftir að hann bauð sig fram til forseta embættis árið 2016. Hann er almennt mjög vel liðinn og þekktur fyrir að vera einlægur, afslappaður og jarðbundinn.

Sanders vakti heldur betur athygli og lukku hjá áhorfendum í gær þegar hann var viðstaddur innsetningarathöfn Bidens í forsetaembættið í Washington borg og segja má að hann hafi stolið senunni.

Sanders var vel klæddur í kuldanum og meðal annars með einstaklega góða vettlinga. Þessir vettlingar eru búnir til af kennara í Vermont, sem endurnýtir gamlar lopapeysur og býr meðal annars til vettlinga úr þeim.

Kennarinn er kona að nafni Jen Ellis og sagði hún í viðtali að hún væri ótrúlega ánægð að Sanders væri hrifinn af vettlingunum sem hún bjó til fyrir hann. Hún segir það hafa verið mikinn heiður að sjá Sanders með þá í sjónvarpinu og finnist frábært að þeir hafi vakið svona mikla athygli.

Myndir af Sanders frá því í gær hafa farið sem eldur um sinu víðsvegar um Internetið og margir búið til svokölluð „Memes“ út frá því. Ellis vonast til þess að áhugi fólks á þessum endurnýttu vettlingum hvetji til sköpunar í vistvænni hönnun og ástríðu fólks á umhverfinu.

Sanders fékk vettlingana að gjöf frá Ellis, þegar að dóttir hennar var á leikskóla sem ættingjar Sanders eiga. Ellis gaf öllu starfsfólki leikskólans par og ákvað að skilja eftir eitt par handa Sanders, þó svo að þau hafi aldrei hist. Gjöfin hefur greinilega slegið í gegn hjá honum og veitt mörgum gleði!

View this post on Instagram

A post shared by Good News (@tanksgoodnews)

mbl.is