Stjörnufréttir Evu Ruzu:
Demi Lovato tilkynnti á Instagramsíðu sinni að von væri á heimildarþáttum á Youtube.
Fjórum þáttum nánar tiltekið, sem myndu kafa djúpt í erfiðustu lífsreynslu Demi þegar hún fannst nærri dauða en lífi eftir of stóran skammt af eiturlyfjum. Atvikið átti sér stað fyrir þremur árum síðan og var Demi á hræðilegum stað í lífi sínu.
Michael D. Ratner mun leikstýra þáttunum sem hafa fengið heitið: „Demi Lovato: Dancing with the Devil.“
Demi segist loksins vera tilbúin að opna sig um atvikið og hún sé þakklát fyrir að geta verið hér í dag og sagt söguna sína.
Þessar fréttir koma um 4 árum eftir að fyrri heimildarmyndin um Demi kom út „This is me.“ Í þeirri mynd var farið yfir Disney feril hennar og lífið með geðhverfasýki.
Það var alltaf planið að koma með framhald, en það var allt sett á „hold“ eftir að Demi lenti á botninum og lét næstum lífið.
Demi er komin á góðan og stabílan stað í dag í lífi sínu og mun vonandi aldrei snúa aftur á hinn dimma stað sem hún var á.
Frétt frá Deadline.