Biður fólk að biðja fyrir Towns

Ljósmynd: Samsett/Getty

Jordyn Woods, fyrrverandi besta vinkona Kylie Jenner, biður fólk að biðja fyrir kærastanum sínum, NBA-leikmanninum Karl Anthony Towns, eftir að hann greindist með Covid-19.

Karl er alls ekki ókunnugur þeim sjúkdómi, en mamma hans lést af völdum veirunnar í apríl og á síðasta ári létust sex fjölskyldumeðlimir hans einnig úr Covid.

Hann sagði í viðtali í fyrra að það væri hræðilegt að horfa upp á pabba sinn og systkini kveljast svona mikið út af þessum hrikalega sjúkdómi. 

Við hér á K100 sendum að sjálfsögðu kveðjur beint til Kalla og Jordyn og vonum að hann nái heilsu fljótt.

Frétt frá PageSix. mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist