Áhrifavaldur hóf sambúð með stjúpsyninum

Ljósmynd:Skjáskot/Instagram/marina_balmasheva

Áhrifavaldurinn Marina Balmesheva frá Rússlandi vakti fyrst athygli á samfélagsmiðlum þegar hún deildi því hvernig hún fór að því að létta sig. Fljótlega fór fólk þó að fylgjast með Marinu af annarri ástæðu en hún skildi við eiginmann sinn til þrettán ára og hóf sambúð með stjúpsyni sínum. 

Marina var áður gift Alexei sem átti fyrir soninn Vladimír sem er fimmtán árum yngri en Marina. Metro greinir frá því að í dag sé Marina 35 ára gömul og Vladimír 21 árs en hún varð stjúpmóðir hans þegar hann var aðeins sjö ára gamall.

Eftir að Marina skildi við Alexei hóf hún samband við stjúpson sinn og fljótlega tilkynnti parið að þau ættu von á barni.

Nú hafa þau eignast litla stelpu en Marina deildi fréttunum á instagramsíðu sinni þar sem hún er með yfir hálfa milljón fylgjenda.

Ljósmynd af Marinu með Vladimir þegar hann var sjö ára …
Ljósmynd af Marinu með Vladimir þegar hann var sjö ára gamall og hún stjúpmóðir hans og eftir að parið hóf sambúð. Ljósmynd:Skjáskot/Instagram/marina_balmasheva

Þar hefur Marina verið opin um samband sitt við stjúpsoninn og hefur hún meðal annars deilt myndum af þeim í gegnum tíðina frá því að hún var ekki kærasta hans heldur stjúpmóðir.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist