Þvertekur fyrir notkun bótox í andlitinu

Jennifer Lopez þvertekur fyrir að nota botox.
Jennifer Lopez þvertekur fyrir að nota botox. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu: 

Jennifer Lopez er þekkt fyrir unglegt útlit sitt, líkama í toppformi og húð sem glóir. Hún er algjör gyðja í mínum augum enda er ég hennar helsti aðdáandi. 

Hún sendi frá sér myndband á Instagram um helgina þar sem hún sýndi húðvörur úr nýjustu línunni sinni „J-Lo Beauty“. Þetta er mjög týpískt sýningarmyndband þar sem hún er ómáluð að sýna vörurnar sínar.

Núna verður þetta spennandi. Einn fylgjandi hennar skrifaði undir myndbandið: „Mig langar samt til að benda á að ennið á þér og augabrúnir hreyfast ekki, sem bendir til þess að þú sért með bótoxfyllingar í andlitinu  og fullt af þeim.“

Jennifer var snögg að svara og sagði: „Ég hef sagt þetta um það bil 500 milljón sinnum, ég er ekki með neinar fyllingar eða annars konar efni í andlitinu á mér. Þú færð hér eitt J-Lo-fegurðarráð  reyndu að eyða tíma þínum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt í stað þess að dreifa neikvæðni. „Sending you love.““

Reyndar eru um 12.000 komment undir myndbandinu og um það bil 10.000 þeirra að ræða um bótox. En bótox eða ekki  J-Lo er gordjöss!

View this post on Instagram

A post shared by Jennifer Lopez (@jlo)

Frétt frá People.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist