Karlmenn með fótablæti biðja Ásdísi um myndir

Ásdís Rán Gunnarsdóttir.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir.

Síðan Wikifeet er ný viðbót á netinu þar sem fólk getur vafrað um og skoðað myndir af fótleggjum frægs fólks og gefið þeim einkunn. Inni á þeirri síðu má finna þó nokkra fræga Íslendinga og meðal annars Ásdísi Rán sem fær 4,5 stjörnur fyrir fætur sína. Þau Kristín Sif, Ásgeir Páll og Jón Axel heyrðu í Ásdísi og óskuðu henni til hamingju með afrekið.

„Já takk kærlega fyrir, ég er ekkert smá stolt af þessu,“ segir Ásdís og hlær. Á síðunni má finna myndir af Ásdísi vera að máta fallega hælaskó og myndir af henni á ströndinni. Hún segist ekki hafa vitað af myndunum fyrr en Kristín Sif greindi henni frá þeim.

Ásdís mátar fallega skó.
Ásdís mátar fallega skó. Ljósmynd/Wikifeet

„Ég hafði ekki hugmynd um þetta fyrr en þú sagðir mér þetta en ég get ekki verið annað en ánægð með það að einhverjum skuli finnast tærnar á mér fallegar,“ viðurkennir hún.

Hugsar vel um fæturna

Ásdís segist hugsa vel um fæturna á sér og að hún fari að minnsta kosti einu sinni í mánuði í svokallað „makeover“ á tánum. Þá segir hún mjög mikilvægt að hugsa vel um húðina á fótunum með því að nota góðar olíur og krem.

„Þar er allt „perfectly“ lakkað og það er alveg hreinsað allt skinn og þær eru alveg gerðar fínar einu sinni í mánuði. Það er mjög „important“ að hafa vel snyrtar tær finnst mér,“ segir hún.

Fær reglulega beiðni um myndir af fótunum

Ásdís viðurkennir að hún fái reglulega tölvupóst frá karlmönnum sem hafi blæti fyrir fótum. Þeir biðji hana þá gjarnan að senda myndir af fótunum á henni.

„Ég fæ oft email frá einhverjum svona „fótafetish“-gaurum sem eru að biðja um hvort ég geti sent mynd af fótunum á mér. Þá senda þeir mér alveg svona brjálað email og svo biðja þeir um mynd. Ég hef ekki þorað að svara neinu svona, ég ætla ekki að láta einhvern birtast fyrir utan hjá mér. Maður veit ekkert hvað fólk er klikkað,“ segir hún og bætir við: „Það eru bara einhverjar svona myndir af þessum líkamspörtum, fótum og höndum eða eitthvað svoleiðis, sem menn virðast vera alveg mjög hrifnir af. Ég get ekki ímyndað mér hvað þeir eru að gera með myndirnar, getið þið sagt mér það?“

Hún segir nokkuð algengt að konur ákveði að fara í lýtaaðgerðir á fótunum og þá sérstaklega til þess að láta stytta tærnar.

„Ég veit nú alveg um stelpur sem hafa farið í aðgerðir til að stytta tær og svoleiðis. Þá er tekinn sko partur af beininu út af því að sumar konur eru kannski með einhverja tá lengri en hinar og hafa lent í því að ein táin stingst einhvern veginn út í opnum hælum,“ segir hún.

Viðtalið við Ásdísi má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist