Fagnaði 99 ára afmæli sínu um helgina

Ljósmynd:GUS RUELAS

Hin ástsæla, fyndna og stórkostlega Betty White fagnaði 99 ára afmæli sínu nú um helgina. White hefur átt langan og farsælan leiklistarferil í Hollywood í sjónvarpi, kvikmyndum og á sviði.

Hún er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Rose Nylund í sjónvarpsþáttaröðinni Golden Girls. White er mikill húmoristi og í viðtali um daginn sagði hún að húmorinn kæmi sér langt og auðveldaði sér lífið. Hún kysi alltaf að reyna að leita að björtum hliðum lífsins og hefði alls ekki gaman af neikvæðni. Að hennar sögn tekur neikvæðnin alltof mikið af dýrmætri orku frá manni og jákvæða hliðin sé mun skemmtilegri.

White er mikill dýravinur og hefur verið alla tíð. Á yngri árum dreymdi hana um að verða skógarvörður, en á þeim tíma máttu konur ekki gegna því starfi.

Þeirra missir varð að mikilli heppni fyrir Hollywood og heimsbyggðina. Skemmtilegt er að segja frá því White vakti fyrst athygli í útvarpi. Hún á nú farsælan feril sem spannar um átta áratugi og er alltaf jafn brött og lífsglöð.

Að sögn White er mikilvægt að taka sig ekki of alvarlega. Hún segir að þú getir logið að öðrum  þótt hún myndi ekki gera það  en þú getir aldrei logið að sjálfum þér. Það er engum blöðum um það að fletta að jákvæðnin og húmorinn geta komið manni ansi langt og gert lífið miklu skemmtilegra. Til hamingju með afmælið Betty White, þú lengi lifir og húrra fyrir þér alla daga!

Frétt frá: Upworthy.

 

mbl.is