Misbauð svindl fyrirtækisins og stofnaði góðgerðarfélag

Ljósmynd/Skjáskot/Instagram

Pípulagningamaðurinn James Anderson er búsettur á Englandi og hefur vakið mikla athygli sem og lukku þar.

Hann stofnaði góðgerðarfyrirtækið Depher, sem stendur fyrir Disables and Elderly Plumbing and Heating Emergency Responce, þar sem hann hjálpar viðkvæmum hópum samborgara sinna með pípulagnir og hita á heimilum þeirra, þeim að kostnaðarlausu.

Hingað til hefur hann hjálpað yfir 10 þúsund einstaklingum ásamt því að hafa eytt nokkrum milljónum íslenskra króna úr eigin vasa í að hjálpa viðskiptavinum að borga reikninga, sjá um matarinnkaup og nú síðast kaupa varnarbúnað gegn Covid-19 á borð við grímur og hanska.

Anderson, sem er sex barna faðir, varð vitni að því fyrir nokkrum árum að annað fyrirtæki var að reyna að svindla á eldri hjónum um þúsundir dollara.

Honum misbauð þetta svo mikið að hann ákvað að stofna góðgerðarsamtök, keyrð áfram af frjálsum framlögum, til þess að reyna að tryggja að það yrði vel hugsað um þá sem eru í viðkvæmri stöðu.

Kraftmikið og mikilvægt framtak, vel gert James Anderson.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist