Það er magnað hvað samstaða getur gert mikið og við fáum sífellt að sjá kraftmikil dæmi um það víðsvegar um heiminn. Í Nagaland á Indlandi sannaðist ótrúleg samstaða íbúa nú á dögunum þegar vörubíll féll niður í gil á svæðinu.
Yfir 100 íbúar hjálpuðust að við að toga bílinn upp með berum höndum og reipum og tókst þeim í sameiningu að draga bílinn upp á götu. Einnig tókst að bjarga vörubílstjóranum og öðrum sem voru í bílnum.
Myndband náðist af þessu stórkostlega atviki og þá heyrist hvernig þau toga öll upp á sama tíma, í góðum takti. Kraftaverkin geta svo sannarlega gerst þegar fólk kemur saman og stendur saman.