Segir ofbeldisfull og gróf skilaboð ekki koma frá sér

Ljósmynd: VALERIE MACON
Stjörnufréttir Evu Ruzu:
Leikarinn Armie Hammer hefur ákveðið að stíga frá hlutverki sínu í kvikmyndinni „Shotgun Wedding“ sem tökur áttu að hefjast á fljótlega. Mótleikkona hans þar var enginn önnur en Jennifer Lopez.

Ástæðan fyrir því að Armie tók þessa ákvörðun er sú að hann hefur verið undir hálfgerðri netárás undanfarnar vikur þar sem Instagram skilaboðum, sem virðast koma frá Armie , hefur verið lekið.
Í skilaboðunum, sem eru mjög gróf, lýsir Armie kynlífshugsunum sínum sem eru ofbeldisfullar og mjööög hrikalegar. Ég get ekki haft þær eftir hér.

Herbúðir Armie hafa sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að þessi skilaboð komi alls ekki frá Armie og svo virðist sem þetta sé einhversskona tölvuárás. Í ljósi þessa frétta getur Armie ekki hugsað sér að fara í burtu frá börnunum sínum í 4 mánuði til Dóminíska Lýðveldisins, þar sem tökur fara fram.

Þó hafa fleiri en ein kona komið fram og lýst því yfir að Armie sé sadisti i kynlífi.
Fyrrum eiginkona hans hefur hinsvegar komið honum til varnar og engar sannanir hafa verið lagðar fram að skilaboðin séu hans.
Ég mun að sjálfsögðu vakta þetta mál- því það er ekkert mál að rekja Instagram skilaboð.
Ég vona Armie vegna að þessi frétt reynist ekki sönn- því ef hún er það.... þá er hann cancelled!!
 
Frétt frá 7news.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist