Myndband af afa sem hleypur á eftir bíl slær í gegn

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Ljósmynd/Unsplash/Adam Birkett

Það sem mér finnst hvað skemmtilegast við samfélagsmiðlana er þegar falleg myndbönd vekja athygli og veita fólki um allan heim hlýju í hjartað.

Ég rakst á slíkt myndband nú á dögunum þar sem ung kona setti inn færslu um afa sinn. Í hvert einasta skipti sem hún keyrir frá heimili hans hleypur afi hennar á eftir bílnum til þess að vinka henni bless.

Þessi afi heldur sér í ansi góðu formi og á barnabarnið fjöldann allan af myndböndum þar sem hann hleypur veifandi með bros á vör, meðal annars í myrkri, þar sem sonur hans (faðir konunnar) styður við hann.

Þessi myndbönd eru svo sæt að þau hreinlega sprengja krúttskalann. Ótrúlega flottur afi hér á ferð!

mbl.is