Fullt af nýju á Netflix og fleiri veitum

Nóg er um að velja á Netflix og öðrum veitum …
Nóg er um að velja á Netflix og öðrum veitum um helgina. Ljósmynd/Unsplash

Mikið af áhuga­verðu sjón­varps­efni er komið eða væntanlegt á Net­flix og aðrar streym­isveit­ur á næst­unni en bíó­sér­fræðing­ur­inn Björn Þórir Sig­urðsson eða Bíó-Bússi stiklaði á stóru um þetta í morg­unþætt­in­um Ísland vakn­ar á K100.

Kvik­mynd­ir og þætt­ir sem komu út 1. janúar:

The Serpent – Þáttaröð  BBC iPlayer:

Leiknir þættir sem byggjast á raunverulegum atburðum og segja frá Charles Sobhraj, fjöldamorðingja og þjófi, sem lét til skarar skríða um miðjan áttunda áratuginn á hippaslóðum Asíu. Tahir Rahim (Un Prophéte) fer með aðalhlutverkið.

Kvik­mynd­ir og þætt­ir sem koma út 15. janúar:

Servant, önnur þáttaröð  Apple TV+:

Spennuþættir frá M. Night Shyamalan um hjón sem missa barn og fá sérútbúna dúkku og barnfóstru til að hjálpa sér að takast á við sorgina. Einn daginn leggur barnfóstran dúkkuna til hvílu en lifandi barn vaknar og ljóst að ekki er allt með felldu.

WandaVision – Þáttaröð  Disney+:

Elizabeth Olsen og Paul Bettany eru mætt aftur í hlutverkum Scarlet Witch/Wöndu Maximoff og Vision, sem margir þekkja úr Marvel-heiminum.

Bling Empire  Netflix – Raunveruleikaþáttaröð:

Eftir velgengni bókarinar og síðan kvikmyndarinar Crazy Rich Asians vilja áhorfendur skyggnast meira inn í heim moldríks fólks af asískum uppruna. Í þessari „raunaveruleika“þáttaröð fylgjumst við með nokkrum vellauðugum LA-búum takast á við lífið.

Disenchantment: Part 3 — Netflix-þáttaröð:

Þriðji hluti teikmyndaseríu sem er sprottin frá Matt Groening, föður The Simpson og Futurama.

Outside the Wire  Netflix-aksjónmynd:

Í nánustu framtíð er ungur drónaflughermaður tekinn á teppið fyrir að óhlýðnast. Til hegningar er hann sendur í nýtt verkefni undir stjórn Captains Leos, sem Anthony Mackie úr Avengers-myndunum leikur. Þeim er ætlað að finna og koma í veg fyrir að dómsdagsgræja endi í röngum höndum. Captain Leo hins vegar er ekki allur þar sem hann er séður því hann er android-gervimenni.

Frá sömu aðilum og gerðu Old Guard og Extraction.

Kvik­mynd­ir og þætt­ir sem koma út 20. janúar:

Spycraft  Netflix-heimildarþáttaröð:

Njósnabransinn er ekkert grín, hér er hann krufinn til mergjar. Tól, tæki og aðferðir.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist