Vinsælast í Frakklandi, Argentínu og Hollandi

Í Heimshornaflakki Sigga Gunnars fer hann með hlustendur vítt um heiminn og skoðar hver vinsælustu lög annarra landa eru. Þar skoðar hann tónlistarmenn sem eru jafnan ekki þekktir hérlendis og gefur hlustendum tækifæri á að kynnast vinsælum erlendum listamönnum og tónlistinni þeirra.

Í heimshornaflakkinu í Síðdegisþættinum síðasta þriðjudag fór Siggi með hlustendur til Frakklands, Argentínu og Hollands.

Í Frakklandi er það Julien Marie ásamt rapparanum Sch sem á vinsælasta lagið þar um þessar mundir. Lagið heitir „M*ther F**k“ og má hlusta á það í spilaranum hér fyrir neðan:

Í Argentínu er það lagið „Si me tomo una Cerveza“ með tónlistarmönnunum Migrantes og Alico sem er vinsælast. Þeir félagar í Migrantes eru gríðarlega vinsælir í Argentínu en þeir eru youtube- og tiktokstjörnur. „Si me tomo una cerveza“ er þekkt máltæki í Suður-Ameríku og gæti útlagst á íslensku sem „ef ég fæ mér bjór“.

Í Hollandi er vinsælasta lagið „The Business“ með Tiesto, sem flestir Íslendingar kannast við. Hann er einn þekktasti tónlistarmaður Hollendinga enda danstónlistarsenan þar gríðarlega stór. Hlusta má á það hér fyrir neðan:

Siggi ákvað þó að leita neðar á listann í Hollandi og taka sérstaklega fyrir lagið sem er í fimmta sæti. Lagið heitir „Roller Coaster“ og er með tónlistarmanninum Danny Vera. Danny hefur verið lengi að, í yfir 20 ár, en þetta er fyrsta efnið sem virkilega slær í gegn með honum. Lagið er algjörlega frábært, svo fallegt; hentar vel á dimmum morgnum eða kvöldum um þessar mundir:

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist