Nýtt lag frá Páli Óskari og Birni

Rapparinn Birnir og stórsöngvarinn Páll Óskar munu gefa út lagið Spurningar, á morgun föstudaginn 15.janúar. Lagið er pródúserað af Þormóði Eiríkssyni. Myndband við lagið kom út í dag og er það undir leikstjórn Magnúsar Leifssonar. Það má sjá neðar í fréttinni.

Þetta er í fyrsta skipti sem þeir Birnir og Páll Óskar vinna saman. Lagið var samið og tekið upp fyrir u.þ.b einu og hálfu ári en nú telja þeir félagar að loksins sé rétti tíminn til að gefa það út.

Páll Óskar og Birnir verða gestir Loga Bergmann og Sigga Gunnars í síðdegisþættinum á K100, í dag, kl. 17.10. Hægt er að hlusta á K100 á FM 100.5 á höfuðborgarsvæðinu eða horft og hlustað hér á K100.is.

mbl.is