Gáfu öllu tökuliðinu Rolex-úr sem þakklætisvott

Ljósmynd: AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Kardashian-fjölskyldan lauk tökum á raunveruleikaþætti sínum „Keeping Up With the Kardashians“ síðastliðinn föstudag eftir fimmtán ár og tuttugu seríur.

Kardashian-fjölskyldan er þekkt fyrir að vera gjafmild og var engin breyting þar á þegar þau gáfu öllu tökuliði sínu Rolex-úr sem þakklætisvott. Kostaði hvert úr um 10.000 dollara og taldi tökuliðið um 30 manns. Veskið var aldeilis rifið upp.

Margir úr tökuliðinu hafa fylgt þeim frá upphafi og segja að ástæðan sé sú að gott sé að vinna fyrir þau og mikið fjör – eins og við höfum öll fengið að fylgjast með.

Fjölskyldan færir sig yfir á streymisveituna Hulu í haust, en við vitum ekki enn í hvaða formi þeir þættir verða. Við höfum allavega ekki séð það síðasta frá þessum elskum.

Frétt frá Tmz.

 

mbl.is