Ákveðin sturlun í því að stunda utanvegarhlaup

Sigurjón Ernir Sturluson er einn af öflugustu hlaupurum landsins.
Sigurjón Ernir Sturluson er einn af öflugustu hlaupurum landsins. Ljósmynd/Árni Sæberg

Sigurjón Ernir Sturluson utanvegahlaupari mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar þar sem hann ræddi við þau Ásgeir Pál, Kristínu Sif og Jón Axel um utanvegarhlaup og hvaða áhrif það getur haft á líkamann.

„Utanvegahlaup að þá ertu í rauninni bara að hlaupa utan vegar, ekki á malbikinu. Það getur verið allt frá því bara að vera að hlaupa í Heiðmörkinni eða hlaupa Laugarveginn eða Hengil últra eða svona erfiðara og krefjandi fjallahlaup. Ég er búin að vera í þessu sporti, fyrsta últrahlaupið var Laugarvegurinn árið 2011 það var svona byrjunin og þá gekk ég gjörsamlega frá mér. Það var mitt fyrsta hlaup sem var lengra en tuttugu kílómetrar en maður er komin aðeins lengra í dag og er orðinn nokkuð sjóaður í þessari grein,“ segir Sigurjón.

Sigurjón Ernir.
Sigurjón Ernir. Ljósmynd/Árni Sæberg

Aðspurður að því hvað það sé sem fái fólk til þess að ganga jafn langt og hann segir Sigurjón það vera ákveðna sturlun.

„Að sjálfsögðu þá er þetta að ákveðnu leiti ákveðin sturlun og þegar þú ert kominn í svona „extreme“ hlaup og þegar þú ert kominn lengra en maraþon jafnvel þá ertu að brjóta kannski líkamann meira niður heldur en að byggja hann upp. En þú ert að byggja hausinn á þér rosalega mikið upp. Kollurinn styrkist og það er held ég svona það sem flestir kannski sækjast í.  Að þeir átti sig á því hvað þeir geta náð langt og þegar þú ert búin að erfiða mikið að þá verður allt annað frekar létt,“ segir hann.

Margar áskoranir sem fólk hristir hausinn yfir

Sigurjón segir þróunina í utanvegarhlaupi svipaða og með margt annað og að fólk gangi alltaf lengra og lengra.

„Í dag eru komnar áskoranir sem fólk hristir hausinn yfir. Það er komin inn þrefaldur „iron man“ og fjórfaldur „iron man“ og utanvegarhlaup sem að vara í nokkra daga, jafnvel vikur sko þannig að þetta er orði hálfgalið. Þannig að Laugarvegurinn fyrir mörgum últrahlaupurum í dag og jafnvel þeim bestu í heimi er bara út að skokka, bara þægilegt en fyrir aðra er það heljarinnar áskorun,“ segir hann.

Sigurjón segist alltaf fá allt sitt efni í pistla og fyrirlestra á meðan hann stundan utanvegarhlaup og þá segir hann það einnig betra fyrir líkamann að hlaupa utan vegar heldur en á malbiki:

Viðtalið við Sigurjón má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:  

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist