Þríburaöpunum í Vínarborg heilsast vel

Ljósmynd: SWNS

Elsti dýragarður í heimi, í Vínarborg í Austurríki, fagnaði á dögunum þremur nýjum íbúum garðsins, en það eru pínulitlir apar af tegundinni Emperor Tamarin.

Aparnir eru þríburar á stærð við fingurbjörg en þrátt fyrir að vera ponkulitlir skarta þeir nú þegar litlu yfirvaraskeggi, sem er einkennandi fyrir tegundina. Keisaraapinn dregur nafn sitt af síðasta keisara Þýskalands, Wilhelm II, þar sem yfirvaraskeggi apanna svipaði til hans.

Ljósmynd: SWNS

Þríburarnir eru fyrstu afkvæmi foreldra sinna Tamayu og Purple og fæddust í byrjun desember 2020.

Faðirinn Purple geymir þá gjarnan á baki sínu og þegar þeir verða svangir tekur Tamaya yfir og nærir þá. Samkvæmt yfirmanni dýragarðsins heilsast litlu krúttunum vel en þeir hafa braggast mikið undanfarið og verða hugrakkari með hverjum deginum, þar sem þeir eru farnir að gera tilraunir til þess að klifra um.

Ef mann langar til þess að sprengja krúttskalann er um að gera að líta á myndir af þessum ofurkrúttum.

Frétt frá Goodnewsnetwork.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist