Glærar vírusvarnargrímur slógu í gegn

Jón Axel mætti með sérstakan búnað í morgunþáttinn Ísland vaknar og gaf þeim Kristínu Sif og Ásgeiri Pál í gjöf. Um var að ræða glærar grímur sem María, eiginkona Jóns hafði pantað á netinu en vildi ekki nota.

„Þetta er í raun og veru ansi góðar grímur, þetta eru grímur sem maður setur svona á sig og þá sést maður,“ segir Jón um leið og hann mátar grímuna.

Ásgeir Páll vekur athygli á því að hljómburðurinn úr grímunni sé ekki til þess að hrópa húrra yfir enda hljómi þau öll skyndilega eins og veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands.

„En það er annað sem er mjög jákvætt við þetta og það er að ég er farin að tapa svolítið heyrn og ég hef tekið eftir því að mér gengur verr að heyra í fólki ef ég sé ekki í varirnar á þeim,“ segir Ásgeir.  

„Þetta er sem sagt gríma til varnar vírus, vírusvarnargríma,“ segir Jón Axel hæst ánægður með varninginn.

Myndbrotið af þeim Kristínu Sif, Ásgeiri Páli og Jóni Axeli máta grímurnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:  

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist