Gert að yfirgefa verslun vegna grímuleysis

Ljósmynd/AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Bruce Willis kallinn gerði allt vitlaust í LA í gær þegar hann var vinsamlegast beðinn að yfirgefa verslun eftir að viðskiptavinir verslunarinnar komust í uppnám. Ástæðan var sú að kappinn var grímulaus. 

Bruce var samt sem áður með klút um hálsinn sem hann hefði auðveldlega getað togað upp fyrir nef, en Die Hard-stjarnan er eflaust þrjóskari en parmesanostur og lætur ekkert segja sér hvað hann á að gera. 

Brúsinn yfirgaf verslunina sultuslakur, en án þess að hafa klárað að kaupa það sem hann ætlaði sér. 

Ég spyr, hvaða stælar voru í kappanum?

Getur hann ekki bara hent upp grímu, vitandi að Covid er að sökkva Bandaríkjunum?

Some people. 

Frétt frá Page Six. 

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist