Þriggja ára drengur notar öndun til að róa sig

Ljósmynd/Skjáskot/Youtube

Það er ótrúlegt hvað nokkrir djúpir andardrættir geta gert mikið og hjálpað okkur að finna ró í aðstæðum, vera yfirveguð og tjá okkur á skilvirkari hátt.

Þegar við upplifum reiði, óþolinmæði, erum leið, finnum fyrir þreytu eða bara hvað sem er geta ýmsar tilfinningar tekið af okkur völdin og við segjum kannski eitthvað sem við sjáum eftir, hækkum róminn óþarflega mikið eða notum tón sem við höfðum ekki ætlað okkur.

Andardrátturinn getur því verið mikið haldreipi fyrir okkur og mikilvægt að muna eftir ofurkraftinum sem í honum býr, þótt það geti tekið sinn tíma að tileinka sér djúpa öndun í daglegu lífi.

Þriggja ára drengur frá Pennsylvaníu í Bandaríkjunum er hins vegar nú þegar farinn að tileinka sér þetta. Móðir hans náði á dögunum myndbandi af honum þar sem hann byrjar á að verða svolítið pirraður við það að biðja um snakk eftir kvöldmat.

Móðirin hafði þá sýnt honum hvernig hann gat notast við djúpa öndum til að haldast rólegur og talar son sinn í gegnum nokkra djúpa andardrætti, sem komu að góðum notum þar sem hann gat beðið hana um smá snakk sem hann og fékk.

Myndbandið hefur farið sem eldur í sinu um netið, enda ofur krúttlegt. Munum í dag að draga djúpt andann ef eitthvað ætlar að fara í taugarnar á okkur!mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir