Segir fjarveru Kim ekki vera vegna fjandskapar

Vinkonurnar fjórar þegar allt lék í lyndi.
Vinkonurnar fjórar þegar allt lék í lyndi. Ljósmynd: LUCAS JACKSON

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Aðdáendur þáttanna „Sex and the City“ hoppuðu hæð sína í loft upp í gær þegar tilkynning barst frá skvísunum um að von væri á 10 þátta seríu, sem á að fylgja þeim eftir á sextugsaldrinum. 

Sarah Jessica Parker, Kristin Davis og Cynthia Nixon munu snúa aftur í hlutverkum sínum, en áberandi er að það vantar eina mikilvæga manneskju inn í teymið, Kim Cattrall.

HO

Eins og allir vita slettist vel upp á vinskapinn hjá dömunum eftir að þáttunum lauk og hafa þær aldrei náð að byggja upp sambandið á ný og það vita allir.

Sarah Jessica svaraði nokkrum fylgjendum sínum á instagram sem sögðu að ástæða fjarveru Kim væri sú að Sarah þyldi hana ekki.

Sarah sagði að það væri alls ekki raunin, og hún hefði aldrei sagt það. Samantha, sem Kim lék, væri ekki partur af þessari nýju sögu, en hún væri svo sannarlega partur af þeim öllum.

Einnig sagði Sarah að hún myndi sakna Kim. Ég er nokkuð viss um að Kim hefur ranghvolft augunum ítrekað allan gærdaginn þegar hún las fréttir.

Tökur á þáttunum „And just like that“ hefjast í vor og ég get ekki beðið eftir þessari veislu. Plís ekki valda mér vonbrigðum!

View this post on Instagram

A post shared by SJP (@sarahjessicaparker)mbl.is