Disneyland í þvottakörfunni heima

Ljósmynd/Skjáskot/Instagram

Í alheimsfaraldrinum hafa ansi margir fjölskyldustaðir og ýmis afþreying þurft að loka starfsemi sinni. Fólk hefur hins vegar sýnt að það deyr ekki ráðalaust og ótrúlegustu hugmyndir hafa orðið að veruleika heima fyrir.

Ég rakst á ótrúlega skemmtilegt myndband af föður sem býr til Disneyland fyrir tvö lítil börn sín heima og ævintýrin eiga sér stað í þvottakörfu.

Hann biður börnin að setja heimatilbúna aðgöngumiða í þvottakörfuna og tylla sér í sætin sín, sem eru í körfunni. Þá færir hann þau yfir í annað herbergi þar sem bíður þeirra stór skjávarpi með rússíbana frá Disneylandi.

Faðirinn hristir svo þvottakörfuna í takt við ferðir rússíbanans, svo að reynslan verði ósvikin. Þetta vakti mikla gleði hjá börnunum sem skríktu af spenningi, hlógu mikið og skemmtu sér greinilega mjög vel. Eigið Disneyland í þvottakörfunni heima!

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist