Brjáluð út í Twitter fyrir hönd Trumps

Ljósmynd:JESSICA RINALDI

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Þremur mánuðum eftir að hafa stutt vel við bakið á Donald Trump í kosningabaráttunni hans hefur leikkonan Kirstie Alley beint spjótum sínum að Twitter.

Kellan er ósátt við að Twitter hafi lokað Twitter-reikningi Donna Trumps, og ætli hún hafi ekki setið með kaffibollann á laugardagsmorguninn og ákveðið að láta í sér heyra.

Sendi hún frá sér tvít þar sem hún segir að allir ættu að hafa áhyggjur. Staðan sé núna orðin þannig að meðalmaðurinn geti ekki lengur tjáð sig. Það sé vegið að málfrelsi fólks og það sé ekki ásættanlegt. Hún hendir svo í sterka alhæfingu og segir þetta vera þrælkun - sem hefur ekki farið vel ofan í fólk, skiljanlega.

-Ég mundi seint kalla Donna meðalmann ...

Hún tók það fram að hún fordæmdi árásina á þinghúsið og ofbeldið sem þar fór fram, en hún er samt brjáluð yfir því að Twitter hafi lokað á Donna. En Donald lét það ekkert stoppa sig. Hann „zippaði“ sér bara yfir á „Potus“-reikninginn á Twitter og byrjaði að tvíta þar.

Potus-reikningurinn tilheyrir forsetunum sem sitja í hvert sinn í  Bandaríkjunum - en Twitter lokaði þeim reikningi líka. Mark Zuckerberg hefur sagt að Facebook-reikningur forsetans verði lokaður til 20. janúar, en þá lýkur forsetatíð hans. Ætli Kristie sé ekki brjáluð við Mark þá líka?

mbl.is