Bjóða upp á yfir 2000 gamlar bíómyndir og fréttaþætti

Ljósmynd: Unsplash/Georg Arthur Pflueger

Í Bretlandi hefur verkefni að nafni „Lifandi-minninga-hliðið“ (e. The Living Memories portal) vakið mikla athygli og lukku undanfarna mánuði. Verkefnið býður upp á yfir 2000 gamlar bíómyndir og fréttaþætti frá árunum 1930-1970 og er hugmyndin með verkefninu að veita styrk og gleði til eldri borgara sem glíma við einmanaleika í heimsfaraldrinum.

Með þessu geta þau endurupplifað gamla og góða tíma með fjölskyldum, vinum eða hjúkrunarstarfsfólki og hefur þetta reynst mörgum mikilvægt haldreipi.

Stofnandi verkefnisins, Brian Norris, segir þetta dásamlega leið fyrir eldra fólk til þess að deila minningum og lífsreynslu með öðrum, sem er bæði gefandi fyrir þau og þá sem fá að hlusta. Hann segir mikilvægt að geta gert þetta þar sem einangrun hrjái marga og takmarki samskipti.

Ein af þeim fyrstu til þess að prófa þjónustuna var hin 84 ára gamla amma Noelle Ingham. Hún sagði að við að horfa á þessar gömlu myndir og spjalla um þær hefði hún farið áratugi aftur í tímann og liðið eins og hún væri ung aftur í stundarkorn.

Hingað til hefur fjöldinn allur af sjúkraheimilum og dvalarheimilum nýtt sér lifandi-minninga-hliðið og hefur þetta slegið í gegn hjá dvalargestum. Ótrúlega skemmtileg hugmynd!

Frétt frá Positive News.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist